JA cPanel

OneSystems Ísland

islenskur hugbúnaður
Íslenskur hugbúnaður OneSystems er íslenskt fyrirtæki, þar sem Íslendingar hanna kerfi fyrir íslenskar aðstæður og þróa þau hér á landi. » meira
OneLand
OneLand er öflug lausn sem auðveldar byggingarfulltrúaembættum hjá sveitarfélögum að halda utan um mál og öryggi á skjölum. » meira
OneHelpDesk
OneHelpDesk er kerfi fyrir þjónustuborð sem hjálpar að flýta fyrir upplýsingagjöf og skráningu fyrir íbúa og viðskiptavini. » meira

HS Orka og HS Veitur semja við One Systems

HS Orka og HS Veitur semja við One Systems um kaup á rafrænu skjalastjórnunarkerfi

HS Orka hf og HS Veitur hf hafa gert samkomulag um kaup á kerfum frá One Systems. Nýju kerfin munu leysa af hólmi eldri kerfi.

  • One Records, sem er mála og skjalastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins.

Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi og rekjanleika. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann og þægileg vinnsla á móti Microsoft Office.

HS orka undirskrift

Talið frá vinstri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, frá HS Orku og HS Veitum og Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems eftir undirskrift samninga.

HS orka Svartsengi

Mynd frá Svartsengi

Um HS Orku hf og HS Veitur hf
Fyrirtækin byggja á sögu og gildum Hitaveitu Suðurnesja hf sem stofnuð var þann 31. desember 1974. Byggð var jarðvarmavirkjun í Svartsengi, sú fyrsta í heiminum sem samtvinnaði framleiðslu á heitu vatni og raforku. Einnig voru miklar framkvæmdir við lagningu dreifikerfa hitaveitu til allra heimila á Suðurnesjum.
Þann 1. desember árið 2008 var fyrirtækinu skipt upp samkvæmt lögum nr. 58 frá 7. júní 2008. Lögin kveða á um aðskilja skuli framleiðslu og dreifingu raforku og vatns. Við framleiðsluhlutanum tók HS Orka hf og við dreifingarhlutanum HS Veitur hf.

Orkuverin
HS Orka hf á og rekur tvö orkuver. Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Byggingarsaga orkuversins í Svartsengi spannar tímabilið frá 1975 (orkuver 1) til ársins 2008 (orkuver 6). Uppsett afl í orkuverinu nú er 150 MW í heitu vatni og 75 MW í raforku. Orkuverið sér byggðarlögum á Suðurnesjum fyrir ferskvatni og Bláa Lóninu fyrir jarðhitavökva. Reykjanesvirkjun var byggð á árunum 2004-2006. Uppsett afl þar er 100 MW af raforku.

Dreifing orkunnar
HS Veitur hf sjá um dreifikerfi vatns á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið sér einnig um dreifikerfi rafmagns á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, hluta Garðabæjar, Árborg og Vestmannaeyjum. Viðskiptavinahópurinn skiptist svona: Kaupendur raforku 56.400, heits vatns 25.500 og 21.500 eru viðskiptavinir vatnsveitunnar.
Hjá fyrirtækinu starfar nú um 135 manns og reka fyrirtækin alls 6 starfsstöðvar.

Frekari upplýsingar: www.hsorka.iswww.hsveitur.is

HS orka

Um One Systems
One Systems er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í hönnun skjala- og málalausna fyrir Microsoft umhverfið. Starfsmenn One Systems nota nýjustu forritunartækni ásamt tengingum við önnur tækniumhverfi til að byggja heildstæðar lausnir fyrir Microsoft umhverfið. Bjóðum við upplýsingatæknilausnir sem bæta og efla starfsemi okkar viðskiptavina og auka skilvirkni og framleiðni.

Starfsmenn One Systems búa yfir mikilli reynslu í gerð hugbúnaðarlausna í Microsoft umhverfinu. One Systems hefur fram að færa allt að 50 mismunandi kerfiseiningar sem að henta flestum fyrirtækjum og stofnunum. Auðvelt og fljótlegt er að aðlaga One kerfi að þörfum viðskiptavinarins.
Helstu kostir One kerfa eru, léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann. Árangur One Systems byggir á náinni samvinnu starfsmanna og góðu sambandi við viðskiptavini fyrirtækisins. OneSystems einsetur sér að veita góða þjónustu og hafa á að skipa fólki sem býr yfir þekkingu sem eins og best gerist á þessu sviði. Helstu viðskiptavinir One Systems eru fjöldi sveitarfélaga og ríkisfyrirtækja, auk einkarekinna fyrirtækja.

Fréttayfirlit OneSystems - yfirlit allra frétta

 

Sími þjónustudeildar

Þjónustudeild

Samband
sími: 588 1050
og 588 1060
opið: 9-17 virka daga

TeamViewer hjálp í gegnum netið

Söludeild

Söludeildsími. 660-8551
tölvupóstur:

Umsagnir

"Tónastöðin eykur skilvirkni í samskiptum við birgja með OneCrm"
Andrés Helgason framkvæmdastjóri Tónastöðvarinnar

"Í samskiptum við um 300 birgja víðs vegar um heiminn er mikið mál að halda utan um allar viðskiptaupplýsingar. OneCRM kerfið léttir þetta starf verulega og tryggir auðveldan og skjótan aðgang að þeim gögnum sem á þarf að halda hverju sinni."Tónastöðin

Andrés Helgason, framkvæmdarstjóri

OneSystems

OneTask.png